Sterkur Nemanja Sovic lék vel með ÍR í gærkvöld.
Sterkur Nemanja Sovic lék vel með ÍR í gærkvöld.
LIÐ Fjölbrautarskóla Suðurlands féll í gærkvöld úr úrvalsdeild karla í körfubolta eftir tveggja ára dvöl. Sunnlendingarnir biðu þá sinn 18.

LIÐ Fjölbrautarskóla Suðurlands féll í gærkvöld úr úrvalsdeild karla í körfubolta eftir tveggja ára dvöl. Sunnlendingarnir biðu þá sinn 18. ósigur í 19 leikjum í vetur þegar þeir sóttu ÍR-inga heim, en þeir spiluðu að þessu sinni í „Hellinum“, íþróttahúsi Seljaskóla, eftir að hafa leikið í íþróttahúsi Kennaraháskólans í allan vetur. Lokatölur voru 104:91.

ÍR-ingar fengu um leið dýrmæt stig í fallbaráttunni, náðu fjögurra stiga forystu á Breiðablik og eru enn með í slagnum um að komast í átta liða úrslitakeppnina. FSu gaf sig þó ekki fyrr en í fulla hnefana í gærkvöld. Fjórum stigum munaði þegar fjórar mínútur voru eftir en þá skoruðu ÍR-ingar tíu stig í röð og gerðu út um leikinn. Robert Jarvis var þeirra stigahæstur með 32 stig. vs@mbl.is

ÍR – FSu 104:91

Íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin, föstudaginn 5. mars 2010.

Gangur leiksins : 8:0, 15:14, 22:21, 29:23, 33:27 , 40:27, 51:37, 59:49, 59:54 , 59:56, 75:62, 81;69, 83:73 , 88:75, 93:89, 104:91 .

Stig ÍR : Robert Jarvis 32, Steinar Arason 19, Hreggviður Magnússon 17, Nemanja Sovic 13, Eiríkur Önundarson 10, Elvar Guðmundsson 6, Kristinn Jónasson 4, Ólafur Þórisson 3.

Fráköst : 20 í vörn – 10 í sókn.

Stig FSu : Cristopher Caird 34, Richard Williams 24, Kjartan Kárason 12, Aleksas Zimnickas 12, Sæmundur Valdimarsson 6, Orri Jónsson 3.

Fráköst : 29 í vörn – 9 í sókn.

Villur : ÍR 21 – FSu 19 .

Dómarar : Björgvin Rúnarsson og Georg Andersen.