17. maí 2010 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Patrekur til Þýskalands

Patrekur Jóhannesson
Patrekur Jóhannesson
Patrekur Jóhannesson hefur samþykkt að taka við þýska handboltaliðinu TV Emsdetten sem er nú í umspili um sæti í efstu deild.
Patrekur Jóhannesson hefur samþykkt að taka við þýska handboltaliðinu TV Emsdetten sem er nú í umspili um sæti í efstu deild. Patrekur er búinn að gefa félaginu munnlegt samþykki og mun skrifa undir samning í vikunni en ekki er ákveðið til hversu langs tíma. Patrekur lék um árabil í þýska handboltanum með Essen og Minden. Hann þekkir því vel til í Þýskalandi.

„Félagið er staðsett um klukkutíma frá Essen og ég þekki þetta svæði mjög vel. Ég hafði ekki hugsað mér að fara utan á þessum tímapunkti en eftir að hafa skoðað liðið og rætt við menn hjá félaginu þá breyttist það,“ sagði Patrekur við Morgunblaðið. Hann sagðist jafnframt hafa ráðfært sig við Alfreð Gíslason áður en hann tók þessa ákvörðun. kris@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.