Kristján Hrafn Hrafnkelsson fæddist í Skövde í Svíþjóð 25. maí 1990. Hann lést í Reykjavík 25. júlí 2010. Foreldrar hans eru Hrafnkell Óskarsson, f. 25. júní 1952, og Þórhildur Sigtryggsdóttir, f. 14. september 1956. Bróðir hans er Sigtryggur Óskar, f. 27. desember 1988. Systir sammæðra er Anna Kristín Karlsdóttir, f. 5. júlí 1980. Systur samfeðra eru Hrafnhildur Dóra, f. 18. nóvember 1977, og Hanna Margrét, f. 17. júní 1981. Eftirlifandi afi er Sigtryggur Helgason, f. 5. oktober 1930. Útför Kristjáns Hrafns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 5. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Kristján var mér mjög hjartfólgin manneskja og þegar ég hitti hann í fyrsta skiptið var ég á ekki svo góðum stað í lífinu. Hann náði svo sannarlega að koma með ljós inní líf mitt, því samkvæmt vinkonum mínum sást það langar leiðir á mér ef ég hefði bara svo sem rekist á Kristján þann dag. Það var frekar erfitt að kynnast honum, þar sem hann var einstaklega feiminn og lokaður strákur, en meira en þess virði. Erfitt er þó að gera upp á milli þeirra minninga, sem við áttum saman, þar sem þær eru allar jafn skemmtilegar og einlægar. Það er þó ein sem stendur uppúr sem er samsett af öllum þeim minningum sem tengjast Fiðluballinu, galaballi MR-inga.
Kristján bað mig um að dansa á Fiðluballinu sem hefði líklega aldrei gerst ef sameiginleg vinkona okkar hefði ekki tekið þá ákvörðun að stríða okkur. Hún sat sakleysisleg við tölvuna, að tala við Kristján í gegnum facebook, á meðan vinur minn og ég notuðum tækifærið til að æfa okkur að dansa enskan vals í stofunni hennar. Allt í einu kippist hún til, leggur tölvuna frá sér og segir. "Hugrún, þetta er til þín. Ég tek tölvuna og sé að á henni standa skilaboð frá Kristjáni "Hugrún, koddu að dansa á Fiðluballinu og stór broskall fyrir aftan. Ég þigg boðið en með því skilyrði að hann bjóðir mér í eigin persónu. Skilaboðin eftir þetta sem tengdust eitthvað fótboltavelli og Barry White voru mér torskilin en hann virtist staðráðinn í að bjóða mér í persónu til að fá dansinn. Það var síðan einn góðan þriðjudag í Fiðluballsvikunni sem ég rakst á hann, á göngunum í gamla skóla, og spurði hann út í hvort hann vildi ennþá dansinn. Hann sneri sér að mér ,,ha, jú það er víst svarar hann og virtist hálf ringlaður. Ég spurði hann hvaða dans hann ætti lausan, hann byrjar að pósa með sinni hugsunarpósu og seigir við mig ,,jú jú, sjáðu til, maður er svo vinsæll og lítur upp til vinstri og strýkur létt yfir toppinn sinn með hægri hendi. Eftir miklar vangaveltur komst hann loksins að niðurstöðu hvenær hann vildi dansa mig.
Á Fiðluballinu, sem haldið var í Iðnó, voru allir í sínu smóking og síðkjólum og stemmninginn í loftinu líktist því mest sem þú finnur á rómantískum galaböllum í amerískri bíómynd. Þar sem það var biðröð að fatahenginu ákvað ég að nýta mér það að ég þekkti ljósmyndarann uppi á háalofti svo ég hleyp upp rauða teppalagða hringstigann í Iðnó. Í efstu tröppunni flæki ég skóinn minn í síðkjólnum mínum svo ég nam staðar til að laga hann. Ég heyri einhvern hlaupa og detta í stiganum á eftir mér og þegar ég sný mér við sé ég hvað Kristján stendur í stiganum, klæddur í smóking með svarta slaufu og vasaklút í vinstri vasanum, og einstaklega mikið að reyna að halda kúlinu. Hann brostir til mín og labbaðir upp restina af stiganum til mín. Hann stóð þarna í stutta stund með hálf vandræðalegt bros fyrir framan mig þar til hann ákveður að brjóta ísinn með spurningunni "hvað finnst þér svo um Icesave? líklega til þess að hefja fágaðar umræður í anda ballsins. Í stutta stund vissi ég ekki hverju ég átti að svara, ég þorði engan veginn að viðurkenna fávisku mína á Icesave-umræðunni svo ég byrjaði bara að hlægja til þess að koma mér út úr þessu og hann tók undir. Eftir að hafa hlegið stutta stund að þessu fráleita umræðuefni segir hann upp úr þurru ,,þú ert í svona næntínfiftísstíl og kemur síðan með pósu og bíður eftir að ég kommenti á smókinginn. Ég þakka fyrir mig og svara "já og þú tekur þig líka svona einstaklega vel út í smóking hann hættir að pósa og á hann kemur stærðarinnar einlægt bros. Við stóðum þarna í dágóða stund og töluðum saman þar til hann spyr mig hvort það sé einhver staður í húsinu sem við getum talað, ég svara játandi og fæ hann til að fylgja mér upp á háaloft.
Hann fylgir mér upp stigann á háaloftið til að skila töskunni minni, á leiðinni niður bíður hann við anddyrið, þar sem við komum inn, og býðst til að binda danskortið mitt um úlnliðinn á mér. Hann tók dágóðan tíma í að vanda sig í að binda tvöfalda slaufu og laga hana til, þegar hann hefur svo lokið við að binda hana lítur hann á mig, frekar stoltur, tekur í hendina á mér, vísar mér niður og nær að skalla loftið í leiðinni.
Þegar ég gekk inní danssalinn í fjórða dansinum til þess að leita að Kristjáni, sem var dansfélagi minn í þeim dansi, sá ég hvað hann stóð ráðvilltur á miðju dansgólfinu að skima í kringum sig. Ég þorði ekki að kalla svo ég hljóp í áttina til hans svo ég myndi ekki týna honum, auk þess sem dansinn var um það bil að hefjast. Á leiðinni pikkar Óli Krummi í mig og spyr mig hvort að ég sakni ekki danskortsins míns, ég lít á úlnliðinn á mér og sé að það er horfið, hann réttir mér þá kortið, sem hann hafði fundið á gólfinu, og ég geng í áttina að Kristjáni. Þegar ég sýndi honum kortið sem hafði dottið af mér heyrist "ég biðst afsökunar, þetta er allt mér og minni lélegu slaufu að kenna. Hann hefst síðan handa við að binda tvöfaldan hnút með slaufu sem síðar seinna um kvöldið ætlaði aldrei að losna. Þetta var enskur vals og hefst hann á því að Kristján hneigir sig og býður mér upp í dans, ég hneigi mig til baka og rétti honum höndina. Þó ég muni ekki hverjar umræðurnar í dansinum voru, þó líklegast eitthvað handahófskennt sem honum einum dytti í hug að tala um, man ég að hvorugt okkar gat hætt að brosa. Eftir dansinn brosti hann síðan til mín við hvert tækifæri auk þess sem í eftir partýinu kom hann upp að mér að barnum, frekar smooth, og sagði "hæ og héldu umræðurnar áfram eftir það.
Það var ekkert í heiminum sem fékk mér til þess að líða jafn vel og það eitt að sjá hann brosa, það var svo einlægt, auk þess sem samræður okkar á milli höfðu þann einstaka eiginleika að fá mann til að gleyma öllum vandræðum heimsins. Ég veit það fyrir víst að ef ég hefði aldrei fengið að kynnast honum væri ég ekki sú manneskja sem ég væri í dag, þó við höfðum bara þekkst í tæpt ár, en hann hafði gríðarleg áhrif á líf mitt. Það er því með mikilli sorg sem ég kveð Kristján. Ég held að ég geti talað fyrir hönd allra þeirra sem hafa hlotið þann heiður að fá að kynnast honum, að hann snerti okkur öll með sínu einlæga brosi og þeim sjarma sem yfir honum var. Megi hann hvíla í friði.
P.S Kristján, ég veit þetta kemur nokkrum mánuðum of seint en ég elska hárið þitt líka.

Hugrún Lind Arnardóttir.