Guðrún Ásmundsdóttir
Guðrún Ásmundsdóttir
Hópur listamanna sem starfar saman undir heitinu „Sagan og fólkið“ sýnir leik- og söngdagskrá í Þjóðmenningarhúsinu að kvöldi fullveldisdagsins, á morgun, 1. desember.

Hópur listamanna sem starfar saman undir heitinu „Sagan og fólkið“ sýnir leik- og söngdagskrá í Þjóðmenningarhúsinu að kvöldi fullveldisdagsins, á morgun, 1. desember.

Að þessu sinni sýnir hópurinn dagskrá um vinina Jónas Hallgrímsson og Tómas Sæmundsson og kallar uppákomuna „Ekki skamma mig, séra Tumi“. Farið er um víðan völl í heimildasöfnun en mikið byggt á bréfum þeirra félaga. Alexandra Chernishova syngur lög við texa Jónasar. Guðrún Ásmundsdóttir er sögumaður og fjórir leikarar til taka þátt í sýningunni.