Heræfing í S-Kóreu í gær.
Heræfing í S-Kóreu í gær.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær vera að búa sig undir að heyja „heilagt stríð“ og beita kjarnavopnum.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær vera að búa sig undir að heyja „heilagt stríð“ og beita kjarnavopnum.

Hermálaráðherra Norður-Kóreu sagði að landið væri að búa sig undir slíkt stríð vegna heræfinga í Suður-Kóreu sem hann sagði hafa verið ákveðnar til að undirbúa nýtt Kóreustríð.

Her Suður-Kóreu hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki svarað stórskotaárás N-Kóreuhers á suðurkóreska eyju 23. nóvember en forseti Suður-Kóreu, Lee Myung-Bak, sagði í gær að gripið yrði til hernaðaraðgerða gegn Norður-Kóreumönnum ef þeir gerðu slíka árás aftur.

Nokkrir sérfræðingar í málefnum Kóreuríkjanna telja að Norður-Kóreumenn geri aðra árás á Suður-Kóreu, það sé aðeins spurning um tíma. bogi@mbl.is