Shakespeare-verk eru ekki þekkt fyrir að vera söluvænleg í leikhúsinu en algengast er að verk hans séu sýnd í á annan tug skipta.
Shakespeare-verk eru ekki þekkt fyrir að vera söluvænleg í leikhúsinu en algengast er að verk hans séu sýnd í á annan tug skipta. Það vekur því nokkra athygli að uppselt er á fyrstu 14 sýningar Borgarleikhússins á Ofviðrinu áður en að frumsýningu er komið en hún er hinn 29. desember. Að sögn Magnúsar Geirs hafa áskriftarkortin að sjálfsögðu sitt að segja í þessu, „en þetta er samt óvenjumikið og ég myndi halda að þetta væri met hvað varðar sýningu á Shakespeare-verki. Kannski er það leikstjórinn, Hilmir Snær, eða Ingvar Sigurðsson sem draga svona að!“ segir Magnús Geir.