Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefnafræði við efnafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands, fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1948. Hann lést í Maryland í Bandaríkjunum 3. janúar 2011. Foreldrar Jóns Braga eru Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur, f. 1928, og Rósa Guðmundsdóttir kennari, f. 1930. Systkini hans eru Ólöf Erla, f. 1954, maki Sigurður Axel Benediktsson, og Guðmundur Jens, f. 1955, maki Vigdís Sigurbjörnsdóttir. Eiginkona Jóns Braga frá 1995 er Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Fyrri eiginkona Jóns Braga er Guðrún Stefánsdóttir. Börn þeirra eru Sigurrós, f. 1972, maki Kári Árnason, Sigríður Dröfn, f. 1976, maki Andrés Þór Gunnlaugsson og Bjarni Bragi, f. 1991, unnusta Hólmfríður Hartmannsdóttir. Synir Sigurrósar eru Darri og Jón Árni. Börn Sigríðar eru Þórdís Dröfn, Árni Dagur, Bjarki Dan og Salka Guðrún. Fyrri eiginmaður Ágústu er Pálmi R. Pálmason. Börn þeirra eru Ingibjörg Ýr, f. 1963, maki Ásgeir Ásgeirsson, Anna Theodóra, f. 1966, maki Guy Aroch og Guðmundur, f. 1968, maki Sigrún Gísladóttir. Börn Ingibjargar eru Sunna Dögg, hennar barn er Lóa Margrét, Pálmi Ragnar, Ásgeir Orri og Skúli Thor. Dætur Önnu eru Leyla Blue, Sun Shine og Coco Lou. Börn Guðmundar eru Gísli Ragnar, Ágústa Ýr og Elísabet Þóra. Jón Bragi ólst upp í Reykjavík og Kópavogi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969. Að því loknu hóf hann nám í efnafræði við HÍ og lauk þaðan BS-prófi 1973 og doktorsprófi í lífefnafræði frá Colorado State University 1978. Hann varð prófessor í lífefnafræði við HÍ 1985 til æviloka og gegndi stöðum lektors og dósents frá 1978. Jón Bragi var gistiprófessor við tvo bandaríska háskóla og stundaði rannsóknir í München með styrk frá Humbolt-stofnuninni. Kennsluferill Jóns Braga hófst í Kópavogi. Að námi loknu kenndi hann við HÍ og þótti afbragðskennari. Jón Bragi varði starfsævinni í rannsóknir á meltingarensímum þorsksins og nýtingu þeirra til arðbærrar framleiðslu. Frá upphafi hafði hann rannsóknaraðstöðu við Raunvísindastofnun Háskólans. Jón Bragi átti sæti í stjórn hennar og var formaður stjórnar um nokkurra ára skeið. Hann birti fjölda greina í virtum vísindaritum um ensímrannsóknir og líftækni. Jón Bragi var höfundur tveggja einkaleyfa um hagnýtingu þorskaensíma. Jón Bragi stofnaði 1999 líftæknifyrirtækið Ensímtækni, sem framleiðir m.a. húðáburðinn PENZIM. Auk þess var hann aðili að stofnun líftæknifyrirtækjanna Norður ehf. og Norðurís. Jón Bragi tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann sat í stjórn Félags háskólakennara og var formaður þess 1984-1986, og fulltrúi í háskólaráði 1984. Hann sat í líftækninefnd Rannsóknarráðs ríkisins og var í starfshópum um líftækni á vegum þriggja ráðuneyta. Hann var varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn 1987-1991. Jón Bragi sat í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur og var formaður þess í eitt ár. Hann var hann í stjórn Fulbright í fjögur ár. Þá var Jón Bragi stjórnarmaður í Vísindaráði Íslands og frá 2009 sat hann í vísindanefnd Vísinda- og Tækniráðs. Jón Bragi verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 14. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13.

Jón Bragi Bjarnason prófessor í lífefnafræði við efnafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands fæddist 15. ágúst 1948 í Reykjavík og lést 3. janúar síðastliðinn í Maryland í Bandaríkjunum. Eiginkona Jóns Braga er Ágústa Guðmundsdóttir prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þau voru gift í fimmtán ár.
Fyrri eiginkona Jóns Braga er Guðrún Stefánsdóttir kennari, maki hennar er Arnar Sigurmundsson. Börn Jóns Braga og Guðrúnar eru Sigurrós fædd 1972, maki Kári Árnason, Sigríður Dröfn fædd 1976, maki Andrés Þór Gunnlaugsson og Bjarni Bragi fæddur 1991, unnusta Hólmfríður Hartmannsdóttir. Synir Sigurrósar og Kára eru Darri og Jón Árni. Börn Sigríðar Drafnar og Andrésar Þórs eru Þórdís Dröfn, Árni Dagur, Bjarki Dan og Salka Guðrún.
Fyrri eiginmaður Ágústu er Pálmi Ragnar Pálmason verkfræðingur, maki hans er Eygló Guðmundsdóttir. Börn Ágústu og Pálma eru Ingibjörg Ýr fædd 1963, maki Ásgeir Ásgeirsson, Anna Theodóra fædd 1966, maki Guy Aroch og Guðmundur fæddur 1968, maki Sigrún Gísladóttir. Börn Ingibjargar Ýrar og Ásgeirs eru Sunna Dögg, unnusti hennar er Haukur Hrafn Þorsteinsson og þeirra barn er Lóa Margrét, Pálmi Ragnar, Ásgeir Orri og Skúli Thor. Dætur Önnu Theodóru og Guy eru Leyla Blue, Sun Shine og Coco Lou. Börn Guðmundar og Sigrúnar eru Gísli Ragnar, Ágústa Ýr og Elísabet Þóra.
Foreldrar Jóns Braga eru Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur fæddur 1928 og Rósa Guðmundsdóttir kennari fædd 1930. Systkini Jóns Braga eru Ólöf Erla leirlistarmaður fædd 1954, maki Sigurður Axel Benediktsson og Guðmundur Jens lyfjafræðingur fæddur 1955, maki Vigdís Sigurbjörnsdóttir. Börn Ólafar Erlu og Sigurðar Axels eru Benedikt Bragi og Kristín Erla. Börn Guðmundar Jens frá fyrra hjónabandi eru Steinar Bragi og Rósa.
Jón Bragi ólst fyrstu árin upp við Lindargötu í Reykjavík en fluttist 7 ára gamall í Lindarhvamm í Kópavogi. Hann lauk skólaskyldu í Kópavogi og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969. Á barna- og unglingsárum bjó Jón Bragi að auki í Bretlandi, Frakklandi, Noregi og Bandaríkjunum þar sem hann sótti einnig skóla. Að loknu stúdentsprófi hóf Jón Bragi nám í efnafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BS-prófi árið 1973 og doktorsprófi í lífefnafræði frá Colorado State University í Fort Collins í Bandaríkjunum árið 1978. Hann varð prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands árið 1985 til æviloka en gegndi stöðum lektors og dósents við sama skóla frá 1978. Jón Bragi var jafnframt gistiprófessor við Colorado State University og University of Virginia. Þá stundaði hann rannsóknir í Munchen með styrk frá Humbolt stofnuninni. Kennsluferill Jóns Braga hófst er hann kenndi við Gagnfræðaskóla Kópavogs árin 19691970. Eftir að Jón Bragi sneri heim úr námi kenndi hann við Háskóla Íslands til æviloka og þótti alla tíð afbragðs kennari. Jón Bragi varði stórum hluta starfsævi sinnar í rannsóknir á meltingarensímum Atlantshafsþorsksins og nýtingu þeirra til arðbærrar framleiðslu til eflingar íslensks atvinnulífs. Frá upphafi starfsferils síns hafði hann rannsóknaaðstöðu við Raunvísindastofnun Háskólans. Jón Bragi átti sæti í stjórn stofnunarinnar og var formaður stjórnar Raunvísindastofnunar um nokkurra ára skeið. Hann birti fjölda greina í virtum erlendum vísindaritum og á innlendum vettvangi, einkum á sviði ensímrannsókna og líftækni. Jón Bragi var höfundur einkaleyfis um nýtingu þorskaensíma í heilsuvörur, snyrtivörur og lyf. Einnig var hann annar tveggja höfunda einkaleyfis um nýtingu þorskaensíma til matvælavinnslu. Jón Bragi var iðinn við að kynna rannsóknir sínar og miðlaði þeim til vísindasamfélagsins og almennings.
Jón Bragi stofnaði líftæknifyrirtækið Ensímtækni árið 1999. Fyrirtækið framleiðir m.a. húðáburðinn PENZIM sem byggður er á áratuga rannsóknum Jóns Braga og samstarfsmanna hans við Háskóla Íslands. Áburðurinn hefur vakið athygli víða um heim. Árið 1996 stofnaði Jón Bragi fyrirtækið Norður ehf., í samstarfi við Berg Benediktsson og fleiri aðila, til vinnslu ensíma úr viðbótarafurðum sjávarfangs. Í framhaldi af því stofnuðu þessir aðilar Norðurís árið 1999. Markmiðið var að vinna að nýtingu ensíma til vinnslu bragðefna úr íslensku sjávarfangi.
Jón Bragi tók virkan þátt í félagsstörfum . Á menntaskólaárunum var hann scriba scholaris. Þá sat hann í stjórn Félags háskólakennara árin 19791981, var formaður þess frá 19841986, og fulltrúi í háskólaráði árið 1984. Jón Bragi sat í líftækninefnd Rannsóknarráðs ríkisins árin 19841988 og var í starfshópi um líftækni á vegum iðnaðarráðuneytisins til 1987. Hann var varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og sat í flokkstjórn frá árinu 19871991. Árið 1987 var Jón Bragi kosinn í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur og var formaður þess í eitt ár. Þá var hann í stjórn Menntastofnunar Íslands og Bandaríkjanna (Fulbright) frá árinu 19871993. Jón Bragi starfaði í nefndum á vegum menntamálaráðuneytisins um Lánasjóð íslenskra námsmanna árin 19881991. Hann sat í stjórn Krabbameinsfélags Íslands frá 19881991 og var í fagráði Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá árin 19901994. Þá var Jón Bragi stjórnarmaður í Vísindaráði Íslands árin 1988 og 1991. Árin 19911994 var hann formaður nefndar umhverfisráðuneytisins um mengunaróhöpp. Frá árinu 2009 átti Jón Bragi sæti í vísindanefnd Vísinda- og Tækniráðs.

Ágústa Guðmundsdóttir.