Elizabeth Taylor
Elizabeth Taylor
Nú þegar Elizabeth Taylor er fallin frá eftir 79 ára jarðvist fara demantarnir hennar á ferðalag. Hún var ekki aðeins þekkt fyrir góðan kvikmyndaleik í myndum eins og Kleópatra og Hver er hræddur við Virginíu Woolf .
Nú þegar Elizabeth Taylor er fallin frá eftir 79 ára jarðvist fara demantarnir hennar á ferðalag. Hún var ekki aðeins þekkt fyrir góðan kvikmyndaleik í myndum eins og Kleópatra og Hver er hræddur við Virginíu Woolf. Hún var þekkt fyrir að elska fallega steina og gaf út sjálfsævisöguna Elizabeth Taylor: Ástarsamband mitt við skartgripi. Hún átti verðmætt safn listaverka, fata og steina. Þetta safn mun ferðast allt frá Moskvu til London og frá Dubai til New York þar sem það verður sett á uppboð og selt hæstbjóðanda.