Lundar Eggin fá ekki útflutningsleyfi frá umhverfisráðuneytinu.
Lundar Eggin fá ekki útflutningsleyfi frá umhverfisráðuneytinu. — Morgunblaðið/Eggert
Dýragarðurinn í Peking í Kína hefur óskað eftir því að fá lundaegg héðan til að geta verið með íslenska lunda til sýnis. Sótt hefur verið um leyfi til útflutnings á eggjum fjögur ár í röð en umsóknunum hefur alltaf verið hafnað. Að sögn Sigtryggs R.

Dýragarðurinn í Peking í Kína hefur óskað eftir því að fá lundaegg héðan til að geta verið með íslenska lunda til sýnis. Sótt hefur verið um leyfi til útflutnings á eggjum fjögur ár í röð en umsóknunum hefur alltaf verið hafnað.

Að sögn Sigtryggs R. Eyþórssonar, framkvæmdastjóra XCO ehf., sem hefur átt viðskipti við Kína áratugum saman, eru íslenskir lundar í dýragörðum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hann gekk á fund Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra í vetur og lagði fram beiðni en henni var hafnað um síðustu mánaðamót vegna slæms ástands lundastofnsins.

Sigtryggur segir að ástandið sé verst á Suður- og Vesturlandi en betra fyrir norðan. Fuglafræðingur sem hann ræddi við og þekkir vel til í lundabyggðum telur það ekki ógna stofninum að flytja út nokkur lundaegg frá svæði þar sem ástand er gott.

Húsdýragarður fái pandabjörn

Sigtryggur hefur rætt um að koma á samstarfi milli dýragarðsins í Peking og Húsdýragarðsins. Kom kínverskur verslunarfulltrúi með þá hugmynd að Húsdýragarðurinn fengi lánaðan pandabjörn í nokkra mánuði og telur Sigtryggur að það myndi vekja mikla lukku hjá ungu kynslóðinni. 8