[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Beel & Achtergael-arkitektastofan í Gent í Belgíu á heiðurinn af þessu stórkostlega húsi sem þeir kalla Villa V í T. Arkitektarnir reyndu að uppfylla kröfur viðskiptavinarins sem þráði fjölskylduhús þar sem auðvelt væri að slaka á í ró og næði.

Beel & Achtergael-arkitektastofan í Gent í Belgíu á heiðurinn af þessu stórkostlega húsi sem þeir kalla Villa V í T. Arkitektarnir reyndu að uppfylla kröfur viðskiptavinarins sem þráði fjölskylduhús þar sem auðvelt væri að slaka á í ró og næði. Auk þess þurfti að vera nægt rými fyrir listaverkasafn eigandans. Húsið stendur við svolitla umferðargötu en garðmegin er mikil náttúrufegurð og rólegheit. Húsið er byggt í U sem kemur sérlega vel út. Á jarðhæðinni flæðir garðurinn inn í húsið og er hægt að eiga miklar unaðsstundir við sundlaugina sem er á besta stað í garðinum. Innviðir hússins eru ljósir og lekkerir. Í eldhúsinu eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar og lítið um óþarfa prjál. Það var ljósmyndarinn Filip Dujardin sem tók myndirnar.

Sjáið umfjöllun og fleiri myndir á mbl.is