Fallegur Jaðrakan er vaðfugl sem verpir aldrei langt frá vatni.
Fallegur Jaðrakan er vaðfugl sem verpir aldrei langt frá vatni. — Morgunblaðið/Ómar
Í Náttúrusetrinu á Húsabakka í Svarfaðardal verður um helgina opnuð sýningin „Friðland fuglanna“ þar sem fjallað er um fugla og vistkerfi votlendis. Sýningin er sett upp sérstaklega með börn í huga en er þó fyrir alla aldurshópa.
Í Náttúrusetrinu á Húsabakka í Svarfaðardal verður um helgina opnuð sýningin „Friðland fuglanna“ þar sem fjallað er um fugla og vistkerfi votlendis. Sýningin er sett upp sérstaklega með börn í huga en er þó fyrir alla aldurshópa. Að sögn Náttúrusetursins felst sérstaða sýningarinnar m.a. í óhefðbundnum og myndrænum framsetningum auk þess sem sýningargestir taka verklega þátt. Út frá sýningunni er vísað til gönguleiða um friðland Svarfdæla, sem er rómað fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Sýningin verður opnuð kl. 16:00 föstudaginn 1. júlí og stendur í allt sumar.