Eitt af einkennum manneskjunnar er getan til að finna til með öðrum, að finna til samúðar og samkenndar.
Eitt af einkennum manneskjunnar er getan til að finna til með öðrum, að finna til samúðar og samkenndar. Það er því ekki undarlegt þegar við sjáum aðra manneskju gera eitthvað ósiðlegt, niðurlægjandi eða hættulegt fyrir peninga að við finnum til með viðkomandi.

Faðir , sem vill selja úr sér annað nýrað til að borga fyrir læknisaðgerð barnsins síns, eða kona sem tekur að sér að vera staðgöngumóðir gegn gjaldi vegna þess að hún á erfitt með að fæða og klæða sín eigin börn. Þetta fólk á samúð okkar skilda.

Ef við ætlum hins vegar að hjálpa því er besta leiðin kannski ekki að banna því að gera það sem það ætlar að gera, loka augum og eyrum og óska þess heitt og innilega að heimurinn væri nú aðeins betri en hann er.

Í hinum besta heimi af öllum heimum stæðu þessu fólki aðrir kostir til boða, en í flestum tilfellum er besti mögulegi kostur föðurins að selja líffæri og besti mögulegi kostur móðurinnar að ganga með barn annarrar konu. Hvernig er staða þeirra bætt með því að fækka möguleikunum? Hvernig standa þau betur eftir þegar dyrunum er lokað?