Benedikt páfi 16.
Benedikt páfi 16.
Benedikt páfi sextándi er nú byrjaður að „tísta“, hann setti inn sína fyrstu færslu á Twitter í vikunni og studdist þá við iPad-spjaldtölvu.

Benedikt páfi sextándi er nú byrjaður að „tísta“, hann setti inn sína fyrstu færslu á Twitter í vikunni og studdist þá við iPad-spjaldtölvu. Markmið Páfagarðs er einkum að beita þessari samskiptatækni til að breiða út fagnaðarboðskapinn meðal ungs fólks.

Páfi er 84 ára gamall, hann virtist skemmta sér vel við að vafra um veraldarvefinn.

„Kæru vinir, ég var að byrja hér með news.va. Lofaður sé herra vor, Jesús Kristur. Með bænum mínum og blessunum, Benedikt sextándi.“ Á vefsetrinu eru upplýsingar um margvíslega útgáfustarfsemi Páfagarðs, sem notar Facebook og YouTube en einnig Twitter-uppfærslur og myndir. kjon@mbl.is