25. maí 1994 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ásatrúarfélagið Jörmundur Ingi allsherjargoði

Ásatrúarfélagið Jörmundur Ingi allsherjargoði TALNINGU atkvæða vegna kjörs allsherjargoða Ásatrúarfélagsins lauk hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík fyrir helgi. Var Jörmundur Ingi Hansen kjörinn.

Ásatrúarfélagið Jörmundur Ingi allsherjargoði

TALNINGU atkvæða vegna kjörs allsherjargoða Ásatrúarfélagsins lauk hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík fyrir helgi. Var Jörmundur Ingi Hansen kjörinn.

Á kjörskrá voru 158 félagar og greiddu 94 atkvæði í leynilegri póstatkvæðagreiðslu. Hlaut Jörmundur Ingi 59 atkvæði, eða 62,8%, og Haukur Halldórsson 34, eða 36,2% greiddra atkvæða. Einn seðill var auður.

Jörmundur er fæddur 14. ágúst árið 1940 og lagði grunninn að félaginu ásamt Sveinbirni Beinteinssyni fyrrverandi allsherjargoða og Degi Þorleifssyni. Kjörinu verður formlega lýst á Þingvöllum 23. júní og verður Jörmundur þá settur í embætti með formlegum hætti.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.