Fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju hefjast sunnudaginn 2. október með erindi sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar, sóknarprests í Hallgrímskirkju.

Fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju hefjast sunnudaginn 2. október með erindi sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar, sóknarprests í Hallgrímskirkju.

Sjálfboðaliðastarf kirkjunnar verður í brennidepli og mun hann í erindi sínu fjalla um hvernig gera megi helgihald sunnudagsins að hápunkti safnaðarstarfsins í gleði og með virkri þátttöku. Fræðsluerindin eru haldin í suðursal Hallgrímskirkju og hefjast klukkan 10 og lýkur um kl. 10.45.