Páll Magnússon
Páll Magnússon
Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogsbæjar, hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hann tekur við starfinu af Elínu Jónsdóttur, sem hefur gegnt starfi forstjóra frá því að stofnunin hóf störf í ársbyrjun 2010.

Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogsbæjar, hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hann tekur við starfinu af Elínu Jónsdóttur, sem hefur gegnt starfi forstjóra frá því að stofnunin hóf störf í ársbyrjun 2010.

Áhersla færist á sölu eignarhluta í fjármálafyrirtækjum

Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður að ráðningu Páls fylgi ekki breyting á áætlunum stofnunarinnar. Spurður hvort nú verði settur aukinn kraftur í að selja hluti ríkisins í bönkum og sparisjóðum svarar hann því til að sú sala sé eitt af verkefnum Bankasýslunnar. „Þau mál eru í vinnslu. Það er lítið hægt að segja meira um það á þessu stigi. Það er þó auðvitað þannig að eftir því sem tíminn líður færist áherslan meira á það verkefni,“ segir hann.

Langstærsti eignarhlutur ríkisins í fjármálafyrirtæki er í Landsbanka Íslands, en það hefur lagt honum til 122 af þeim 137 milljörðum sem lagðir hafa verið fram sem hlutafé í slík fyrirtæki.

ivarpall@mbl.is