Vindur Stórt grenitré féll í mikilli vindhviðu í Hæðargarði í Reykjavík síðdegis í gær.
Vindur Stórt grenitré féll í mikilli vindhviðu í Hæðargarði í Reykjavík síðdegis í gær.
Mikið hvassviðri og úrkoma var víðast hvar á landinu í gærkvöldi og nótt. Meðalvindhraði mældist mestur 24-25 metrar á sekúndu í Kolgrafarfirði á norðaustanverðu Snæfellsnesi, en vindhviður þar fóru allt upp í 46 metra á sekúndu.

Mikið hvassviðri og úrkoma var víðast hvar á landinu í gærkvöldi og nótt. Meðalvindhraði mældist mestur 24-25 metrar á sekúndu í Kolgrafarfirði á norðaustanverðu Snæfellsnesi, en vindhviður þar fóru allt upp í 46 metra á sekúndu.

Kalla þurfti eftir aðstoð björgunarsveita á nokkrum stöðum. Í Hnífsdal á Vestfjörðum fuku þakplötur af bílskúr. Björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út, en skútur sem liggja við flotbryggjuna við menningarhúsið Hof losnuðu og skemmdu millibryggjur.

Mikil úrkoma fylgdi óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Mest var úrkoman á Snæfellsnesi. Í Ólafsvík féll 77 millimetra úrkoma og 55 mm á Grundarfirði. Í gærkvöldi var búist við stormi á norðvestanverðu landinu í nótt og fyrir hádegi í dag.

robert@mbl.is