Kántríhljómsveitin Klaufar hefur starfað í ein fimm ár og sent frá sér tvær breiðskífur en báðar voru þær teknar upp í kántrísælunni í Nashville í Bandaríkjunum. Hljómsveitin kom fram á Kántríhátíðinni á Skagaströnd í ágúst sl.
Kántríhljómsveitin Klaufar hefur starfað í ein fimm ár og sent frá sér tvær breiðskífur en báðar voru þær teknar upp í kántrísælunni í Nashville í Bandaríkjunum. Hljómsveitin kom fram á Kántríhátíðinni á Skagaströnd í ágúst sl. og heimsóttu liðsmenn að sjálfsögðu Hallbjörn Hjartarson, kúreka norðursins, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Á hátíðinni frumflutti hljómsveitin lag sem hún samdi með lagahöfundum í Nashville við íslenskan texta Jónasar Friðriks, lagið „Ást og áfengi“ og fer það í almenna spilun í vikunni. Hljómsveitin stefnir að tónleikahaldi um land allt og mun hefja þá ferð með hlöðuballi 15. október á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi.