Kántrí Kristján Grétarsson, Birgir Nielsen, Hallbjörn Hjartarson, Guðmundur Annas Árnason, Sigurgeir Sigmundsson og Friðrik Sturluson.
Kántrí Kristján Grétarsson, Birgir Nielsen, Hallbjörn Hjartarson, Guðmundur Annas Árnason, Sigurgeir Sigmundsson og Friðrik Sturluson.
Kántríhljómsveitin Klaufar hefur starfað í ein fimm ár og sent frá sér tvær breiðskífur en báðar voru þær teknar upp í kántrísælunni í Nashville í Bandaríkjunum. Hljómsveitin kom fram á Kántríhátíðinni á Skagaströnd í ágúst sl.
Kántríhljómsveitin Klaufar hefur starfað í ein fimm ár og sent frá sér tvær breiðskífur en báðar voru þær teknar upp í kántrísælunni í Nashville í Bandaríkjunum. Hljómsveitin kom fram á Kántríhátíðinni á Skagaströnd í ágúst sl. og heimsóttu liðsmenn að sjálfsögðu Hallbjörn Hjartarson, kúreka norðursins, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Á hátíðinni frumflutti hljómsveitin lag sem hún samdi með lagahöfundum í Nashville við íslenskan texta Jónasar Friðriks, lagið „Ást og áfengi“ og fer það í almenna spilun í vikunni. Hljómsveitin stefnir að tónleikahaldi um land allt og mun hefja þá ferð með hlöðuballi 15. október á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi.