Húsasmiðjan Auglýst til sölu 22. ágúst.
Húsasmiðjan Auglýst til sölu 22. ágúst.
Tólf óskuldbindandi tilboð bárust í Húsasmiðjuna og einstakar rekstrareiningar hennar, en fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sér um söluferli fyrirtækisins í umboði Framtakssjóðs Íslands.

Tólf óskuldbindandi tilboð bárust í Húsasmiðjuna og einstakar rekstrareiningar hennar, en fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sér um söluferli fyrirtækisins í umboði Framtakssjóðs Íslands. Fyrirtækjaráðgjöf mun nú taka sér tvær vikur til að fara yfir tilboðin.

Auglýst var eftir óskuldbindandi tilboðum í Húsasmiðjuna 22. ágúst. Verkefnið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og fengu þeir afhent kynningargögn um félagið á grundvelli trúnaðaryfirlýsingar , að því er fram kemur í tilkynningu frá Framtakssjóði.