Netið Samskiptavefurinn Facebook hefur haft ýmsar breytingar í för með sér.
Netið Samskiptavefurinn Facebook hefur haft ýmsar breytingar í för með sér. — Morgunblaðið/Ernir
Samskiptavefurinn Facebook er nokkuð margslungið fyrirbæri og hefur breytt nokkuð samskiptum okkar mannanna.

Samskiptavefurinn Facebook er nokkuð margslungið fyrirbæri og hefur breytt nokkuð samskiptum okkar mannanna. Nú á þriðjudaginn mun Daniel Miller, prófessor í mannfræði við University College í London, flytja fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum Mannfræðifélags Íslands í samstarfi við félags- og mannvísindadeild.

Í fyrirlestrinum sem nefnist Facebook and Digital Anthropology mun Miller fjalla um rannsóknir sínar á Facebook og leggja til nýtt rannsóknarsvið innan mannfræðinnar, svokallaða stafræna mannfræði sem snýr að nýjum miðlum og netinu, en Miller er þekktur fyrir rannsóknir sínar á efnismenningu og neyslu og hefur gefið út fjölda bóka um það efni. Hann hefur stundað rannsóknir í Vestur-Indíum, Indlandi og London og m.a. rannsakað áhrif netsins á Trínidad. Einnig hefur hann nýlega skoðað hvernig Facebook hefur breytt félagslegum samskiptum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og hefst klukkan 15 í stofu 104 á Háskólatorgi.