Danski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann myndi kasta út nýjum lánalínum handa bankakerfi landsins.
Danski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann myndi kasta út nýjum lánalínum handa bankakerfi landsins. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot í bankakerfinu þegar þær ríkisábyrgðir sem veittar voru dönskum bönkum á sínum tíma renna út á næstu tveimur árum. Um er að ræða lánalínur fyrir um 400 milljarða danskra króna og að sögn breska blaðsins Financial Times munu danskir bankar geta notað fjölbreyttari veð en áður til að tryggja sér lausafjárfyrirgreiðslu danska seðlabankans. Til að mynda mun seðlabankinn taka við hefðbundnum útlánum til heimila í veðlánaviðskiptum sínum.