Fögur Leikkonan Berenice Marlohe.
Fögur Leikkonan Berenice Marlohe.
Framleiðsla er hafin á næstu kvikmynd um njósnarann James Bond og hefur verið kunngjört hvar upphafsatriðið verður tekið, í Istanbúl, en upphafsatriði Bond-mynda hafa ávallt verið mikið sjónarspil.

Framleiðsla er hafin á næstu kvikmynd um njósnarann James Bond og hefur verið kunngjört hvar upphafsatriðið verður tekið, í Istanbúl, en upphafsatriði Bond-mynda hafa ávallt verið mikið sjónarspil. Aðalillmennið í myndinni leikur spænski leikarinn Javier Bardem en auk hans leikur í myndinni Ralph Fiennes en líkt og í síðustu myndum túlkar Daniel Craig njósnarann. Þá mun leit hafin að tyrkneskri leikkonu til að fara með hlutverk unnustu illmennisins.

Ekki má svo gleyma hinum svonefndu Bond-stúlkum, íðilfagrar leikkonur hafa brugðið sér í hlutverk þeirra í 22 kvikmyndum og nú herma fregnir að næsta Bond-stúlka verði franska leikkonan Berenice Marlohe. Tökur á 23. Bond-myndinni eiga að hefjast eftir rúman mánuð.