Norskur olíuborpallur
Norskur olíuborpallur
Sérfræðingar segja að áður óþekktar olíulindir, sem fundist hafa í norska landgrunninu í Norðursjó, gætu verið 1.168 milljarða norskra króna virði, en það svarar til 24 þúsund milljarða íslenskra króna. Fréttavefur Aftenposten hefur eftir Thinu M.

Sérfræðingar segja að áður óþekktar olíulindir, sem fundist hafa í norska landgrunninu í Norðursjó, gætu verið 1.168 milljarða norskra króna virði, en það svarar til 24 þúsund milljarða íslenskra króna.

Fréttavefur Aftenposten hefur eftir Thinu M. Saltvedt, sérfræðingi hjá Nordea Markets, að þetta gæti haft gríðarleg áhrif á norskan efnahag og lengt til muna þann tíma, sem Norðmenn geta vænt þess að fá tekjur af olíuvinnslu. Áætlað er að hægt sé að vinna á milli 1,2 til 2,6 milljarða tunna af olíu úr nýju lindunum.

Sérfræðingar segja að olíulindirnar sem nú hafa fundist séu einn af fimm stærstu olíufundum í norskri lögsögu frá því á níunda áratugnum. Þeir áætla að söluverð á tveimur milljörðum olíufata nemi 1.168 milljörðum norskra króna.