Actavis Olanzapine er samheitalyf Zyprexa og er notað við geðhvarfasýki.
Actavis Olanzapine er samheitalyf Zyprexa og er notað við geðhvarfasýki. — Morgunblaðið/Sigurgeir S
Verksmiðja Actavis á Möltu hefur sent rúmlega 30 milljónir taflna af samheitalyfinu Olanzapine á markað í Evrópu. Fram kemur í tilkynningu frá Actavis, að lyfið fari til viðskiptavina Actavis og Medis.
Verksmiðja Actavis á Möltu hefur sent rúmlega 30 milljónir taflna af samheitalyfinu Olanzapine á markað í Evrópu. Fram kemur í tilkynningu frá Actavis, að lyfið fari til viðskiptavina Actavis og Medis. Olanzapine er samheitalyf Zyprexa frá Eli Lilly og er notað við geðklofa og geðhvarfasýki. Samheitalyfið Olanzapine fer nú á markað þar sem einkaleyfi lyfsins eru að falla úr gildi. Actavis segir, að þetta sé stærsta einstaka markaðssetning Actavis og Medis á þessu ári.