„Ég ætla svo sem ekki að gera neitt annað en að vera með fjölskyldu og vinum því að fjölskylda mín ætlar að halda upp á daginn,“ svarar Sigríður Helgadóttir þegar hún er spurð hvernig hún hyggst fagna níutíu ára afmæli sínu í dag.

„Ég ætla svo sem ekki að gera neitt annað en að vera með fjölskyldu og vinum því að fjölskylda mín ætlar að halda upp á daginn,“ svarar Sigríður Helgadóttir þegar hún er spurð hvernig hún hyggst fagna níutíu ára afmæli sínu í dag.

Sigríður segir að það verði kaffi og opið hús í félagsheimili Tannlæknafélagsins klukkan fjögur í dag en hún á von á því að margir líti við. „Ég á býsna marga vini. Hvað heldurðu eftir öll þessi þessi ár,“ segir hún hlær.

Sigríður sem er eldhress leikur m.a. ömmuna í ruggustólnum í Thule auglýsingunni en það er langt í frá fyrsta hlutverkið hennar.

„Ég hef leikið í hinu og þessu. Í fyrsta lagi var ég ein af stofnendum Hugleiks og lék með þeim lengi, segir Sigríður en Hugleikur er leikfélag áhugafólks um leiklist og var stofnað árið 1984.

Sigríður kveðst einnig hafa leikið lengi með eldri borgurum en fólkið sé skemmtilegt og gaman að vera með því. Enda sé hún þakklát fyrir að hafa góða heilsu. „Komin á þennan aldur og það að geta líka verið með og verið með yngra fólki.“

sigrunrosa@mbl.is