[fáni, merki eða höfuðstöðvar ESB]
[fáni, merki eða höfuðstöðvar ESB]
Björn Bjarnason skrifar á Evrópuvaktina um glímu Skota við tillögu um aflakvóta frá Brussel. Hann bendir á að fróðlegt sé að skoða hverju Skotar standi frammi fyrir í fiskveiðistjórnun og þar með hvað Íslendingar ættu í vændum gengju þeir í ESB.

Björn Bjarnason skrifar á Evrópuvaktina um glímu Skota við tillögu um aflakvóta frá Brussel. Hann bendir á að fróðlegt sé að skoða hverju Skotar standi frammi fyrir í fiskveiðistjórnun og þar með hvað Íslendingar ættu í vændum gengju þeir í ESB.

Björn segir frá því að Skotar séu síður en svo sáttir við tillögu framkvæmdastjórnarinnar um hámarksafla fyrir næsta ár, en ætlunin sé að ráðherraráð ESB taki ákvörðun um hana í nóvember.

Tillagan geri ráð fyrir mun minni aukningu ýsukvóta en vísindamenn telji stofninn þola, eða 25% aukningu í stað 410% aukningar.

Björn segir einnig frá því hvernig framkvæmdastjóri skoska sjómannasambandsins kvarti yfir því að raunverulegt ástand fiskistofna sé ekki látið ráða ákvörðunum heldur reglur um skil á upplýsingum sem ákveðnar séu í Brussel. Breyti þar engu þó að Skotar skili upplýsingum þjóða best.

Skotar eiga nú allt sitt undir ákvörðunum í Brussel og eins og Björn bendir á mundi hið sama gilda um Íslendinga innan ESB.

Að halda því fram að Íslendingar yrðu ekki að sætta sig við þetta stjórnkerfi ESB við framkvæmd hinnar sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB er einfaldlega blekking,“ segir Björn.

Þessum ljóta blekkingarleik eru forysta Samfylkingar og Vinstri grænna staðráðin í að halda áfram.