1. október 1846 Hús Hins lærða skóla í Reykjavík (nú Menntaskólans) var vígt, en skólinn hafði áður verið á Bessastöðum. Þetta var lengi stærsta hús bæjarins. 1.

1. október 1846

Hús Hins lærða skóla í Reykjavík (nú Menntaskólans) var vígt, en skólinn hafði áður verið á Bessastöðum. Þetta var lengi stærsta hús bæjarins.

1. október 1880

Möðruvallaskóli í Hörgárdal, fyrsti gagnfræðaskóli á Íslandi, tók til starfa við hátíðlega athöfn þar sem fagnað var endurreisn skóla á Norðurlandi. Fyrsta veturinn voru 36 „lærisveinar“. Skólinn var fluttur til Akureyrar eftir aldamótin.

1. október 1919

Bókin Íslensk ástaljóð kom á markað, en Árni Pálsson hafði valið ljóðin. Þar birtist ljóðið Ást eftir Sigurð Nordal. Það var „nýtt og hvergi prentað fyrr,“ eins og sagði í Morgunblaðinu. Ljóðið varð vinsælt við lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar árið 2005.

1. október 1952

Hljóðritun á ræðum alþingismanna hófst, en áður höfðu þingskrifarar séð um að skrá ræðurnar jafnóðum og þær voru fluttar.

1. október 2010

Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli við setningu Alþingis. Eggjum, ávöxtum, mjólkurvörum og lyklum var kastað í þingmenn á leið til og frá kirkju en um eitt hundrað lögreglumenn héldu mótmælendum í skefjum.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.