Smíði ÍAV sagði upp fjörutíu starfsmönnum. Fyrirtækið annaðist smíði Hörpunnar sem nú er frágengin.
Smíði ÍAV sagði upp fjörutíu starfsmönnum. Fyrirtækið annaðist smíði Hörpunnar sem nú er frágengin. — Morgunblaðið/Golli
Hópuppsagnir hjá nokkrum fyrirtækjum nú um mánaðamótin stinga í stúf við þróun á vinnumarkaði síðustu mánuði.

Hópuppsagnir hjá nokkrum fyrirtækjum nú um mánaðamótin stinga í stúf við þróun á vinnumarkaði síðustu mánuði. Þetta segir greiningardeild Íslandsbanka og vísar þar til þess að Skipti, móðurfélag Símans, sagði upp 45 starfsmönnum í fyrradag og ÍAV alls 50 manns.

Staðan á vinnumarkaði er enn afar erfið og ekki hægt að slá því föstu að uppsagnahrinunni sé lokið, segir Íslandsbanki.

„Jafnframt hafa mun fleiri misst vinnuna það sem af er þessu ári í hópuppsögnum en á sama tímabil í fyrra. Með þeim 142 starfsmönnum sem misstu vinnuna nú í september í hópuppsögnum þá hafa alls 642 misst vinnuna í slíkum uppsögnum það sem af er ári. Á sama tímabili í fyrra höfðu 515 manns misst vinnuna í hópuppsögnum og eru þeir þar með fjórðungi fleiri nú í ár,“ segir í pistli greiningardeildar.

sbs@mbl.is