Mótmæli á Austurvelli Alþingi verður sett kl. 10:30 í dag.
Mótmæli á Austurvelli Alþingi verður sett kl. 10:30 í dag. — Morgunblaðið/Júlíus
„Ég hvet alla til þess að klæða sig eftir veðri og koma og mótmæla. Við erum nú Íslendingar og þolum ýmislegt,“ segir Valþór Ólason, einn forsprakka hópsins Samstaða Íslendinga 1.

„Ég hvet alla til þess að klæða sig eftir veðri og koma og mótmæla. Við erum nú Íslendingar og þolum ýmislegt,“ segir Valþór Ólason, einn forsprakka hópsins Samstaða Íslendinga 1. október, en hópurinn stendur fyrir mótmælum á Austurvelli við setningu Alþingis í dag. ,,Við Íslendingar förum á Menningarnótt og Gay Pride í tugum þúsunda og upp í hundrað þúsund. Hvers vegna ekki að mæta og mótmæla fyrir heimilin og fyrir okkur sjálf?“

Valþór segir að ætlunin sé að fylla Austurvöll og sýna samstöðu gegn aðgerðaleysi stjórnvalda.

,,Það hafa hátt í 3.500 einstaklingar skráð sig á Facebook síðuna okkar, en í fyrra skráðu sig ekki nema 1.900 og þá mættu hátt í 10 þúsund. Því geri ég ráð fyrir að sjá allt að 20 til 30 þúsund manns á Austurvelli á morgun [í dag].“

Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 10:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.

Mótmælendur gætu átt von á léttum skúrum og 8-13 metrum á sekúndu. Hiti verður á bilinu 7-9 stig.

robert@mbl.is