Stopp Ragnhildur Guðmundsdóttir reynir að stöðva Rut Steinsen.
Stopp Ragnhildur Guðmundsdóttir reynir að stöðva Rut Steinsen. — Morgunblaðið/Kristinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Mýrinni Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Valur vann Stjörnuna 28:20 í fyrsta leik N1-deildar kvenna í handknattleik í gær. Staðan í hálfleik var 10:7, gestunum úr Val í vil. Það var þó Stjarnan sem byrjaði betur og skoraði tvö fyrstu mörkin.

Í Mýrinni

Ólafur Már Þórisson

omt@mbl.is

Valur vann Stjörnuna 28:20 í fyrsta leik N1-deildar kvenna í handknattleik í gær. Staðan í hálfleik var 10:7, gestunum úr Val í vil. Það var þó Stjarnan sem byrjaði betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Þá tók Valsliðið við sér. Í byrjun síðari hálfleiks lögðu þær svo grunninn að góðum átta marka sigri.

Haustbragur var á báðum liðum en mikið var um misheppnaðar sendingar og skot sem rötuðu ekki á markið. Sóknarleikurinn var oft hægur og seinni bylgjan í hraðaupphlaupum ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það stendur þó allt til bóta með fleiri leikjum. Eini leikmaðurinn sem spilaði af eðlilegri getu var Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður Vals. Hún varði alls 22 skot. Án þess að taka neitt af hennar frammistöðu voru þó skotin oft ekki góð hjá Stjörnunni. Jenný án efa maður leiksins þrátt fyrir það.

Reynslumeiri en önnur lið

Valur sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum hefur mikla breidd og á ef allt er eðlilegt að vera líklegastur. Þær búa yfir mikilli reynslu sem önnur lið öfunda þær af. Reynsluna styðja þær svo með miklum hæfileikum sem eiga eftir að koma enn betur í ljós í næstu leikjum. Valur verður án efa liðið til að vinna þó önnur lið eins og Stjarnan, Fram og HK eigi eftir að veita þeim keppni.

Hjá Stjörnunni sem dró lið sitt úr keppni fyrir mótið, en hætti svo við að hætta, vantar fleiri góða leikmenn. Guðrún Stefánsdóttir, Jóna Margrét Ragnarsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested eru allar mjög góðar. Breiddin er hinsvegar ekki mikil og því gerir Gústaf Adolf Björnsson þjálfari liðsins, sér grein fyrir.

„Við erum með ágætis hóp og öfluga leikmenn í mörgum leikstöðum. Okkur vantar náttúrulega fleiri afgerandi lykilleikmenn. Þá er ég bara að tala um einhverja tvo í viðbót. Þá myndum við allavega standa nær þessum félögum, Fram og Val.“ Spurður hvort hann myndi bæta við leikmönnum sagði Gústaf: „Það er alveg vel möguleiki á því. Það er ekki beint í mínum höndum en það er verið að leita og reyna að stoppa í götin.“

*Myndbandsviðtöl við Gústaf Adolf, Hrafnhildi Ósk Skúladóttur leikmann Vals og Stefán Arnarson þjálfara Vals er að finna á mbl.is/sport. Stefán sagði meðal annars að baráttan í vetur yrði mikil.

Stjarnan – Valur 20:28

Mýrin, úrvalsdeild kvenna, N1 deildin, föstudaginn 30. sept. 2011.

Gangur leiksins : 2:0, 2:6, 3:8, 4:9, 6:9, 6:10, 7:10 , 8:10, 8:15, 10:16, 11:18, 14:19, 14:23, 17:26, 20:28 .

Mörk Stjörnunnar : Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6/1, Sólveig Lára Kjærnested 6, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Kristín Clausen 1, Rut Steinsen 1.

Varin skot : Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Kristín Ósk Sævarsdóttir 3

Utan vallar : 2 mínútur.

Mörk Vals : Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6/1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Karolína B. Gunnarsdóttir 5, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 2, Þorgerður Anna Atladóttir 2.

Varin skot : Guðný Jenný Ásmundsdóttir 22.

Utan vallar : 2 mínútur.

Dómarar : Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson, sæmilegir.

Áhorfendur : Óuppgefið, en örugglega innan við 100.