— Reuters
Sölumenn falbjóða gullfíflakransa á útimarkaði í indversku borginni Kolkata sem hét áður Kalkútta.
Sölumenn falbjóða gullfíflakransa á útimarkaði í indversku borginni Kolkata sem hét áður Kalkútta. Slíkir kransar renna út eins og heitar lummur í borginni um þessar mundir því hindúar nota þá til að skreyta hof og heimili sín á Durga Puja, stærstu hátíð hindúa í Bengal. Hátíðin hefst á morgun og stendur í fimm daga.