Bandaríska matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn sex alþjóðlegra banka vegna hættunnar á dýpri skuldakreppu á fjármálamörkuðum.

Bandaríska matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn sex alþjóðlegra banka vegna hættunnar á dýpri skuldakreppu á fjármálamörkuðum.

Um er að ræða bandarísku bankana Bank of America og Goldman Sachs, ásamt Barclays í Bretlandi og franska bankanum BNP Paribas. Jafnframt var lánshæfiseinkunn Deutsche Bank í Þýskalandi og svissneska bankans Credit Suisse lækkuð.

Fjármálastofnanir á evrusvæðinu hafa í auknum mæli haldið að sér höndum í lánveitingum. Lánafrost hefur ríkt á evrópskum millibankamarkaði og bankastofnanir sem hafa á bókum sínum hátt hlutfall ríkisskuldabréfa verst stöddu evruríkjanna eru sérstaklega viðkvæmar fyrir frekari skakkaföllum.

Áður hefur matsfyrirtækið Standard & Poor´s sett 15 evrópska banka á athugunarlista vegna hugsanlegrar lækkunar á lánshæfiseinkunn.