— Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Það verður mikið um dýrðir í Jólaþorpinu í Hafnarfirði um helgina, fjölbreytt skemmtidagskrá og margt spennandi að finna í söluhúsum.

Það verður mikið um dýrðir í Jólaþorpinu í Hafnarfirði um helgina, fjölbreytt skemmtidagskrá og margt spennandi að finna í söluhúsum.

Til sölu verða skartgripir, tískuaukahlutir, málverk, jólaskraut, ullarvörur, íslensk hönnun, glervara, heimagerðar sultur, og margt fleira auk þess sem hægt verður að gæða sér á ilmandi kakói, pönnsum, ristuðum möndlum og öðru góðgæti.

Skemmtidagskráin verður lífleg og þessa síðustu aðventuhelgi verður boðið upp á tvö fjörug útijólaböll. Siggi Hlö., ásamt jólasveinum, stýrir fyrra jólaballinu kl. 14.30 á laugardeginum og Dansbandið verður síðan með harmonikkujólaball kl. 15 á sunnudeginum. Margt annað verður á dagskránni og má sjá allt um hana á www.hafnarfjordur.is.