Magnús Gylfason
Magnús Gylfason
Danski sóknarmaðurinn Christian Olsen hefur náð samkomulagi við ÍBV um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Að því er fram kemur á danska netmiðlinum bold.dk er ráðgert að hann skrifi undir samning við Eyjamenn í næstu viku.

Danski sóknarmaðurinn Christian Olsen hefur náð samkomulagi við ÍBV um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Að því er fram kemur á danska netmiðlinum bold.dk er ráðgert að hann skrifi undir samning við Eyjamenn í næstu viku.

Olsen, sem er 29 ára gamall, var til skoðunar hjá ÍBV fyrr í þessum mánuði og hann hefur greinilega náð að heilla Magnús Gylfason, þjálfara liðsins. Olsen hefur spilað með Skive, Midtjylland og Viborg og er afar fótfrár en hann hefur hlotið viðurnefnið „Speedy“. gummih@mbl.is