Iceland Walker og félagar hafa fimm vikur til að ljúka fjármögnun á kaupunum.
Iceland Walker og félagar hafa fimm vikur til að ljúka fjármögnun á kaupunum.
Malcolm Walker á nú í samningaviðræðum við fimm banka, til þess að fjármagna tilboð í Iceland Foods sem hann og lykilstjórnendur fyrirtækisins gerðu slitastjórnum Landsbankans og Glitnis og samþykkt var í síðustu viku, með fyrirvara um að fjármögnun á...

Malcolm Walker á nú í samningaviðræðum við fimm banka, til þess að fjármagna tilboð í Iceland Foods sem hann og lykilstjórnendur fyrirtækisins gerðu slitastjórnum Landsbankans og Glitnis og samþykkt var í síðustu viku, með fyrirvara um að fjármögnun á tilboðinu tækist. Reuters-fréttaveitan greindi frá þessu í gær.

Samkvæmt heimildum Reuters eru bankarnir sem um ræðir Credit Suisse, Deutsche Bank, HSBC, Nomura og Royal Bank of Scotland. Upphæðin sem Reuters segir að Walker og félagar reyni að semja um lán á nemur 885 milljónum punda, eða um 174 milljörðum króna. Tilboðið í 77% hlut í Iceland hljóðaði hins vegar upp á 1,55 milljarða punda, eða liðlega 300 milljarða króna.

Walker stofnaði Iceland árið 1970. Hann á, ásamt lykilstjórnendum Iceland 23% í félaginu, en slitastjórnir Landsbankans (67%) og Glitnis (10%) samþykktu í liðinni viku að semja við Walker um söluna á 77% hlut þeirra í félaginu.