22. febrúar 1903 Fríkirkjan í Reykjavík var vígð. Í söfnuðinum, sem var stofnaður haustið 1899, voru þá um fimm þúsund manns. 22.

22. febrúar 1903

Fríkirkjan í Reykjavík var vígð. Í söfnuðinum, sem var stofnaður haustið 1899, voru þá um fimm þúsund manns.

22. febrúar 1952

Byggingarnefnd Þjóðminjasafns afhenti menntamálaráðherra hús safnsins við Suðurgötu, en bygging þess hófst í ágúst 1945. Húsið var sagt vera „morgungjöf lýðveldisins til þjóðarinnar“.

22. febrúar 1979

Menningarverðlaun Dagblaðsins voru veitt í fyrsta sinn. Þau hafa verið veitt árlega síðan.

22. febrúar 1980

Hæstiréttur kvað upp dóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en mennirnir höfðu horfið rúmum fimm árum áður. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi frá einu ári upp í sautján ár. „Hæstiréttur mildaði dóma undirréttarins,“ sagði Dagblaðið.

22. febrúar 1984

Snjóflóð féll á steypustöð á Ólafsvík. Tveir menn voru hætt komnir. Húsið eyðilagðist svo og ýmis tæki. Á sama tíma féllu snjóflóð á veginn um Ólafsvíkurenni.

22. febrúar 1991

Sigríður Snævarr afhenti trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Svíþjóð og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að gegna slíku embætti.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.