[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Arnold Muhren , fyrrverandi leikmaður Manchester United, Ipswich og Ajax, verður með námskeið fyrir íslenska knattspyrnuþjálfara hér á landi helgina 9. til 10. mars, ásamt Eddie van Schaick .
A rnold Muhren , fyrrverandi leikmaður Manchester United, Ipswich og Ajax, verður með námskeið fyrir íslenska knattspyrnuþjálfara hér á landi helgina 9. til 10. mars, ásamt Eddie van Schaick . Þeir eru báðir þjálfarar í unglingaakademíunni hjá Ajax í Hollandi og koma hingað á vegum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og KSÍ. Muhren varð Evrópumeistari með Hollendingum 1988 og með Ajax 1973, og vann UEFA-bikarinn með Ipswich 1981 og Evrópukeppni bikarhafa með Ajax 1987, og varð enskur bikarmeistari með Manchester United 1983 og 1985.

Erkifjendurnir í spænskum íþróttum, Real Madrid og Barcelona, áttust við í úrslitum spænsku bikarkeppninnar í körfuknattleik á sunnudagskvöldið. Real hafði betur að þessu sinni, 91:74, en átta efstu liðin í deildinni fengu þátttökurétt í bikarkeppninni. Sergio Llull var stigahæstur hjá Real með 23 stig og Jaycee Carroll gerði 22. Hjá Barcelona skoraði Boniface Ndong 19 stig og Juan Navarro 16. Íslendingaliðin tvö í A-deildinni, Zaragoza og Manresa, misstu naumlega af bikarkeppninni en í hana komust liðin sem voru í átta efstu sætunum í byrjun febrúar.

Handknattleiksmaðurinn F annar Þór Friðgeirsson , leikmaður hjá þýska 2. deildar liðinu TV Emsdetten, hefur ekki leikið með liðinu í tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla í ökkla. Hann vonast til þess að hafa jafnað sig um næstu helgi þegar Emsdetten sækir Leipzig heim.

Sigurbergur Sveinsson handknattleiksmaður lék sinn fyrsta leik með RTV Basel í svissnesku A-deildinni síðan í nóvember um nýliðna helgi. Hann skoraði tvö mörk er RTV Basel og GC Amicitia Zürich skildu jöfn, 27:27. Sigurbergur meiddist í hné í byrjun nóvember og gekkst í framhaldinu undir aðgerð af þeim sökum. RTV er í sjötta sæti þegar tvær umferðir eru eftir af A-deildinni en sex efstu liðin að henni lokinni tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um meistaratitilinn.

Usain Bolt heimsmethafi í 100 metra hlaupi mun etja kappi við landa sinn, Asafa Powell , á móti í demantamótaröðinni sem fram fer á ólympíuleikvanginum í Róm hinn 31. maí. Þeir áttust við á sama stað í fyrrasumar þar sem Bolt hafði betur en hann kom í mark á 9,91 sekúndu.

Valdís Þóra Jónsdóttir , kylfingur frá Akranesi, hafnaði í 14. sæti á háskólamóti í Texas. Valdís lék hringina þrjá á samtals 16 höggum yfir pari. Hún keppir fyrir Texas State-skólann og lék hringina á 81, 75 og 76 höggum. Skorið í mótinu var afar hátt og vannst það á átta höggum yfir pari sem bendir til þess að aðstæður hafi verið með erfiðasta móti.

John Terry , fyrirliði Chelsea, þarf að gangast undir aðgerð á hné og verður miðvörðurinn sterki frá keppni í sex til átta vikur. Terry hefur ekkert leikið með Chelsea-liðinu frá því í lok janúar.