Hljómsveit Damon Albarn, Graham Coxon, Dave Rowntree og Alex James í Blur.
Hljómsveit Damon Albarn, Graham Coxon, Dave Rowntree og Alex James í Blur.
Bresku poppararnir í hljómsveitinni Blur hafa staðfest þann orðróm að hljómsveitin muni spila á tónleikum við lokahátíð Ólympíuleikanna í London í sumar.
Bresku poppararnir í hljómsveitinni Blur hafa staðfest þann orðróm að hljómsveitin muni spila á tónleikum við lokahátíð Ólympíuleikanna í London í sumar. Hljómsveitin staðfesti þetta á Twitter veggnum sínum í gær en auk Blur verða á sviðinu í sumar New Order og The Specials. Þá verða þessir geðþekku piltar í Blur heiðraðir fyrir framlag sitt til tónlistar og tónlistarmenningar á Brit Award hátíðinni. Miðar á tónleika hljómsveitarinnar í sumar verða fáanlegri frá og með 24. febrúar en búast má við að þeir fari fljótt og því um að gera fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar að vera viðbúna.