28. júní 1994 | Fasteignablað | 207 orð

Götukort af Reykjavík og og nágrenni

Götukort af Reykjavík og og nágrenni ÚT ERU komin á vegum upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og borgarverkfræðings götukort af Reykjavík og nágrenni sem ætluð eru ferðamönnum.

Götukort af Reykjavík og og nágrenni

ÚT ERU komin á vegum upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og borgarverkfræðings götukort af Reykjavík og nágrenni sem ætluð eru ferðamönnum. Þar með er bætt úr brýnni þörf á tímum sívaxandi áherslu á ferðamannaþjónustu, því sambærileg kort af þessu svæði hefur hingað til vantað.

ortin, ásamt upplýsingabæklingi, eru sett saman í kortabók í vasabrotsstærð. Kortin ná yfir öll þéttbýlissvæði í Reykjavík og grannbyggðum frá Straumsvík og upp á Kjalarnes. Þau eru unnin á vegum borgarverkfræðings í Reykjavík svo og listi yfir öll götunöfn á svæðinu og staðsetningar inn á kortin en verkið er að öðru leyti unnið á vegum upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar.

Upplýsingabæklingurinn er á íslensku en í enska hlutanum eru fyrirsagnir einnig á dönsku og þýsku. Bæklingurinn hefur að geyma leiðbeiningar um notkun kortsins og í enska hlutanum er stutt lýsing og söguágrip af hverju hinna átta sveitarfélaga, sem kortabókin nær til, en þau eru auk Reykjavíkur, Bessastaðahreppur, Garðabær, Hafnarfjörður, Kjalarneshreppur, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Auk þess er að finna í bæklingnum fjölmargar upplýsingar, sem nýtast ferðamönnum. Má þar nefna gististaði, bílaleigur, bílageymslur og bílastæði, ferðaskrifstofur og ferðalög, pósthús, læknisþjónustu, söfn og leikhús og margskonar aðra afþreyingu.

Dreifing kortabókarinnar er að hefjast til útsölustaða sem eru bókabúðir, bensínstöðvar, bílaleigur og upplýsingaþjónustur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.