Samkvæmt frumvarpi að nauðasamningi sem var lagt fyrir samningskröfuhafa í mars síðastliðnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, átti ESÍ, dótturfélag sem er að fullu í eigu Seðlabankans, að fá um 73 milljarða í sinn hlut.

Samkvæmt frumvarpi að nauðasamningi sem var lagt fyrir samningskröfuhafa í mars síðastliðnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, átti ESÍ, dótturfélag sem er að fullu í eigu Seðlabankans, að fá um 73 milljarða í sinn hlut. Heimildir Morgunblaðsins herma að í nýju frumvarpi að nauðasamningi Sparisjóðabankans sé ekki áætlað að miklar breytingar verði á heimtum Seðlabankans.

Gert var ráð fyrir að um 29 milljarðar króna af óveðsettum eignum SPB kæmu í hlut Seðlabankans ef nauðasamningur næði fram að ganga. Til viðbótar fengi bankinn skuldabréfakröfur á gömlu bankana, ríkisskuldabréf og skuldabréf á Íbúðalánasjóð. Eru kröfurnar metnar á 44 milljarða.