Enska knattspyrnufélagið Coventry stefnir í greiðslustöðvun eftir að tilboði um nauðasamninga var hafnað af kröfuhöfum félagsins á fundi í London. Félaginu var skipaður fjárhaldsmaður í mars síðastliðnum.

Enska knattspyrnufélagið Coventry stefnir í greiðslustöðvun eftir að tilboði um nauðasamninga var hafnað af kröfuhöfum félagsins á fundi í London.

Félaginu var skipaður fjárhaldsmaður í mars síðastliðnum.

Fram kemur á fréttavef Breska ríkisútvarpsins, BBC, að félagið muni þó að öllum líkindum hefja keppnistímabil sitt í annarri deild bresku deildarinnar nú á laugardag. Félagið mun þó að öllum líkindum tapa stigum vegna þessarar stöðu.