29. júlí 1994 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Fasteignir Kirkjuhvoll sf. kaupir Naustið

Fasteignir Kirkjuhvoll sf. kaupir Naustið KIRKJUHVOLL sf., eignarumsýslufyrirtæki hjónanna Esterar Ólafsdóttur og Karls Steingrímssonar eigenda verslunarinnar Pelsins, hefur fest kaup á húseigninni að Vesturgötu 6-8, þar sem veitingahúsið Naustið og kráin...

Fasteignir Kirkjuhvoll sf. kaupir Naustið

KIRKJUHVOLL sf., eignarumsýslufyrirtæki hjónanna Esterar Ólafsdóttur og Karls Steingrímssonar eigenda verslunarinnar Pelsins, hefur fest kaup á húseigninni að Vesturgötu 6-8, þar sem veitingahúsið Naustið og kráin Naustkjallarinn eru til húsa. Húsið var áður í eigu Íslandsbanka. Karl Steingrímsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að rekstur í húsinu yrði líklega í óbreyttri mynd. "Ég á eftir að ræða við núverandi leigutaka, sem reka veitingahúsið og krána og ræða stöðu mála. Ég á von á að reksturinn verði hinn sami áfram, að minnsta kosti fyrst um sinn." Karl vildi ekki gefa upp kaupverð hússins, en eins og áður sagði keypti Kirkjuhvoll sf. húseignina af Íslandsbanka. Veitingahús var fyrst opnað í húsinu fyrir 40 árum, árið 1954, og hefur það ávallt verið rekið undir heitinu Naustið.

KIRKJUHVOLL sf., eignarumsýslufyrirtæki Esterar Ólafsdóttur og Karls Steingrímssonar, hefur fest kaup á Vesturgötu 6-8, þar sem Naustið og Naustkjallarinn eru til húsa.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.