Guðrún Lárusdóttir, skáld og alþm., fæddist á Valþjófsdal í Fljótsdal 8.1. 1880. Hún var dóttir Lárusar Halldórssonar, prófasts og alþm. á Valþjófsdal, og k.h., Kirstínar Katrínar Guðjohnsen húsfreyju. Lárus var sonur Halldórs, prófasts og alþm.

Guðrún Lárusdóttir, skáld og alþm., fæddist á Valþjófsdal í Fljótsdal 8.1. 1880. Hún var dóttir Lárusar Halldórssonar, prófasts og alþm. á Valþjófsdal, og k.h., Kirstínar Katrínar Guðjohnsen húsfreyju.

Lárus var sonur Halldórs, prófasts og alþm. á Hofi í Vopnafirði Jónssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Sveins Björnssonar forseta.

Kirstín Katrín var systir Þórðar Guðjohnsen á Húsavík, afa rafmagnsveitustjóranna Aðalsteins Guðjohnsen og Jakobs Guðjohnsen. Systir Kirstínar var Marta Guðjohnsen, móðir Eufemíu Waage leikkonu, móður Indriða Waage leikara, og móðir Einars Viðar söngvara, föður Jórunnar Viðar tónskálds. Önnur systir Kirstínar var Kristjana Guðjohnsen, móðir Péturs borgarstjóra og Jóns söngstjóra Halldórssona. Þriðja systir Kirstínar var Anna L. Thoroddsen, móðir Emils Thoroddsen tónskálds. Kirstín var dóttir Péturs Guðjohnsens, alþm., dómorganista og kórstjóra í Reykjavík, og Guðrúnar Sigríðar Knudsen.

Eiginmaður Guðrúnar var Sigurbjörn Á. Gíslason, prestur, ritstjóri og kennari í Reykjavík, og eignuðust þau tíu börn en þrjú þeirra dóu í barnæsku og tvær dætur þeirra drukknuðu í Tungufljóti, ásamt móður sinni, er bifreið sem fjölskyldan hafði farið með í ferðalag rann út í fljótið. Meðal barna Guðrúnar og Sigurbjörns voru Lárus, minjavörður Reykjavíkurborgar; Halldór Ástvaldur, verslunarmaður í Reykjavík; Gísli, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar; Friðrik Baldur, stórkaupmaður í Reykjavík, og Kirstín Lára, kennari í Reykjavík.

Guðrún naut góðrar barna- og unglingamenntunar í heimahúsum. Hún var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1912-18 og varð önnur konan sem var kjörin á þing, þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1930 og til æviloka.

Guðrún lést í hinu sviplega slysi sem getið er um hér að framan, hinn 20.8. 1938.