17. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Sögufræg flugvél á Flugsafn Íslands

• Fluttu flugvél Björns til Akureyrar

Flugið Nokkrir félagar í flugklúbbi Þyts við vél Björns Pálssonar, TF-HIS, sem fer á Flugsafnið á Akureyri.
Flugið Nokkrir félagar í flugklúbbi Þyts við vél Björns Pálssonar, TF-HIS, sem fer á Flugsafnið á Akureyri. — Morgunblaðið/RAX
Sögufræg flugvél Björns Pálssonar var í gær flutt frá Mosfellsbæ á Flugsafnið á Akureyri. Vélin ber nafn Björns sem sinnti fyrsta sjúkraflugi á Íslandi þegar hún kom hingað til lands árið 1956.
Sögufræg flugvél Björns Pálssonar var í gær flutt frá Mosfellsbæ á Flugsafnið á Akureyri. Vélin ber nafn Björns sem sinnti fyrsta sjúkraflugi á Íslandi þegar hún kom hingað til lands árið 1956.

Björn stóð að innflutningi vélarinnar en hann varð mögulegur fyrir tilstilli Slysavarnafélagsins og Hins íslenska steinolíufélags, undanfara Olíufélags Íslands.

Vélin flutti þúsundir slasaðra og flaug Björn oft á henni í erfiðum aðstæðum bæði innanlands og til Grænlands. Björn fórst í flugslysi norður af Langjökli árið 1976. Vélin hefur verið í eigu flugklúbbsins Þyts síðustu ár en hefur nú verið gefin til Flugsafns Íslands á Akureyri, þar sem hún verður gerð upp. vidar@mbl.is

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.