Larry Spotted Crow Mann er af ættflokki nipmuc-indíána í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann er rithöfundur, skáld, sögumaður og trommari. Hann heldur fyrirlestra víða um heim, þar sem hann hvetur fólks til meðvitundar um stöðu indíána og náttúrunnar.

Larry Spotted Crow Mann er af ættflokki nipmuc-indíána í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann er rithöfundur, skáld, sögumaður og trommari. Hann heldur fyrirlestra víða um heim, þar sem hann hvetur fólks til meðvitundar um stöðu indíána og náttúrunnar. Hann er einnig þekkur fyrir að hjálpa ungum indíánum til betra lífs eftir áfengis- og vímuefnavanda. Hann stoppar stutt á Íslandi en mun halda sagnakvöld í vinnustofu listamannsins Tolla á Héðinsgötu 2 í Reykjavík mánudagskvöldið 28. júlí klukkan 20.

Larry gaf nýverið út bókina „The Mourning Road to Thanksgiving“, sem er saga sem segir af raunverulegum vanda indíána í núverandi menningarheimi Bandaríkjanna.