[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa leitt í ljós að það að borða ávexti á hverjum degi getur minnkað áhættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Dagleg neysla ávaxta minnkaði líka áhættuna á ótímabæru andláti um nærri því einn þriðja hjá fólki í áhættuhópi.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa leitt í ljós að það að borða ávexti á hverjum degi getur minnkað áhættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Dagleg neysla ávaxta minnkaði líka áhættuna á ótímabæru andláti um nærri því einn þriðja hjá fólki í áhættuhópi. Alls tóku hálf milljón Kínverja þátt í rannsókninni, sem var stjórnað af vísindamönnum í Oxford-háskóla.18% þátttakenda borðuðu ávexti daglega á meðan 6,3% borðuðu aldrei ávexti. Samanburðurinn leiddi í ljós að ávaxtaneyslan minnkaði líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum um 25-40%.