[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Einn stærsti tískuviðburður í heimi hófst í vikunni, Mercedes Benz Fashion Week í New York.
Einn stærsti tískuviðburður í heimi hófst í vikunni, Mercedes Benz Fashion Week í New York. Margir flottir hönnuðir hafa nú þegar sýnt haustlínu sína en um helgina koma fram nöfn á borð við Diane Von Fursternberg, Derek Lam, Thakoon, Victoria Beckham, DKNY og hálfíslenska tískumerkið Ostwald Helgason. Ostwald Helgason samanstendur af hönnunartvíeykinu Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Saman hafa þau náð gríðarlega langt á sínu sviði og gaman verður að fylgjast með þeim í framtíðinni.