30. september 1994 | Íþróttir | 363 orð

Bibercic með tilboð frá Grikklandi KR-ingar vilja fá hann í Vesturbæinn næsta

Bibercic með tilboð frá Grikklandi KR-ingar vilja fá hann í Vesturbæinn næsta tímabil MIHAJLO Bibercic, markakóngur Íslandsmótsins, segist vera með tilboð frá grísku félagi.

Bibercic með tilboð frá Grikklandi KR-ingar vilja fá hann í Vesturbæinn næsta tímabil

MIHAJLO Bibercic, markakóngur Íslandsmótsins, segist vera með tilboð frá grísku félagi. "Það er ekki rétt að vera að gefa upp hvaða félag þetta er því þetta er enn á byrjunarstigi. Ég á eftir að skoða þetta betur," sagði Bibercic við Morgunblaðið.

ibercic sem varð 26 ára 23. september sl. er frá Serbíu. Hann lék með Radnicki Kragusevac á sínum yngri árum og var meðal annars markahæstur í 2. flokki félagsins 1987, gerði þá 45 mörk í 36 leikjum. Hann er því ekki alveg óvanur því að vera markhæstur. En hvernig var tilfinningin að taka á móti gullskónum á Íslandi?

"Þetta er mjög gaman, en þetta er ekki algjörlega mitt einstaklingsframtak því félagar mínir á Akranesi hafa hjálpað mér við þetta og eiga sinn þátt í þessu. Það er orðið venja að gullskórinn fari upp á Akranes eins og Íslandsmeistaratitilinn. Við erum búnir að fá þessa titla þrjú síðustu árin," sagði markakóngurinn.

Hann sagði að þetta hafi verið frekar erfitt tímabil því hnémeiðsli hafi hrjáð hann í sumar. Sigurjón Sigurðsson læknir hefur hjálpað mér mikið í sambandi við meiðslin og kann ég honum bestu þakkir fyrir það. Annars hefur þetta tímabil verið skemmtilegt þó svo að knattspyrnan hafi kannski ekki verið eins góð og hún var í fyrra."

Hann sagðist ekki vera viss um að hann yrði áfaram á Skaganum næsta sumar. "Ég er búinn að vinna allt með Skaganum og nú bætist markakóngstitilinn við. Ég hef því áhuga á að prófa eitthvað nýtt. Ég er jú atvinnumaður í knattspyrnu og maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. En ég ætla að skoða þetta tilboð frá Grikklandi nánar. Ég fer fljótlega út til Þýskalands þar sem foreldrar mínir búa. Það verður svo bara að koma í ljós hvað gerist."

- Heyrst hefur að KR-ingarnir vilji fá þig í Vesturbæinn. Hvað viltu þú segja um það?

"Ég vil nú sem minnst tjá mig um það, en ég neita því ekki að þeir hafa talað við mig. Það eitt get ég sagt að Guðjón Þórðarson er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft," sagði Bibercic.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.