Töflu vantaði í grein Sveins Óskars Sveinn Óskar Sigurðsson ritaði greinina Sósíalisminn í Sjálfstæðisflokknum í Morgunblaðið í gær. Þau mistök áttu sér stað að tafla, sem átti að fylgja greininni og vísað var til, birtist ekki.

Töflu vantaði í grein Sveins Óskars

Sveinn Óskar Sigurðsson ritaði greinina Sósíalisminn í Sjálfstæðisflokknum í Morgunblaðið í gær. Þau mistök áttu sér stað að tafla, sem átti að fylgja greininni og vísað var til, birtist ekki.

Taflan er birt hér og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar.

Rangt eftir haft í viðtali

Í viðtali við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í sérblaði um nýsköpun í Morgunblaðinu í gær var rangt eftir henni haft orðið fyrirbrigði. Hið rétta er að hún talaði um fyrirtæki.

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Árbæjarsafn er lokað

Ranghermt var í frétt í gær um fjölbreytta dagskrá í vetrarfríi að Árbæjarsafn væri opið. Árbæjarsafn er alltaf lokað á veturna fyrir utan leiðsögn kl.13.