Töfrar Einvala lið töframanna kemur fram á hinni árlegu töfrasýningu HÍT.
Töfrar Einvala lið töframanna kemur fram á hinni árlegu töfrasýningu HÍT.
Hið árlega Töfrakvöld HÍT, Hins íslenska töframannagildis, verður haldið í Salnum í Kópavogi, annað kvöld, 28. október og hefst kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30.
Hið árlega Töfrakvöld HÍT, Hins íslenska töframannagildis, verður haldið í Salnum í Kópavogi, annað kvöld, 28. október og hefst kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30.

Töfrakvöld er ætlað allri fjölskyldunni og er aðalgestur sýningarinnar enski töframaðurinn Chris Wood, sem hefur sýnt einstök töfrabrögð víða um heim í yfir þrjátíu ár.

Einnig taka sjö íslenskir töframenn þátt í sýningunni, Einar einstaki, Jón Víðis, Kristinn Gauti, Arnúlfur og Kristinn & Sindri. Kynnir verður Lalli töframaður.

Töframennirnir í HÍT munu ekki unna sér hvíldar í hléinu því þá fara þeir um húsið og leika listir sínar fyrir gesti. Töfrakvöld hafa verið árviss viðburður hjá HÍT frá því félagið var stofnað árið 2007. Íslenskir töframenn hafa eins og kollegar þeirra hvarvetna í heiminum undirgengist hinn alþjóðlega töframannaeið sem hljómar svona: „Sem töframaður, heiti ég því að afhjúpa aldrei leyndarmál fyrir áhorfanda, nema viðkomandi sverji að hafa eið töframanna í hávegum. Ég lofa að sýna almenningi aldrei töfrabrögð án þess að hafa æft mig fullkomlega, svo leyndardómurinn varðveitist.“